|
Töfraflautan
Sýningar á Töfraflautunni gengu vonum framar. Uppselt var á allar sýningar og við þurftum að vera með þrjár aukasýningar sem líka var uppselt á!! Á síðustu sýningunni var sprellað. Það er vaninn. Monastatos (Einar) var bara á vestinu og með axlabönd við buxurnar en með bumbuna út í loftið! Strákarnir sem voru prestar voru berir að ofan í jökkunum (s.s. engar skyrtur). Eva setti nærbuxurnar sínar í klukkuspilið hjá Papageno (Ásgeiri Páli) þegar hann átti að vera að fara að fremja sjálfsmorð til að láta hann skella upp úr. Drengirnir (Hrafnhildur, Guðrún og Þórunn Vala) klæmdust við Þóreyju til að láta prestana hlæja. Það tókst næstum. Papagena (Rannveig) og Tamínó (Egill) kysstust svona líka allsvakalega og káfuðu hvort á öðru meðan kórinn var inná og áttum við bágt með okkur. Þetta er ekki allt en þar sem við vorum baksviðs sáum við takmarkað af sýningunni sjálf. Sem er synd, því áhorfendur hafa líklega ekki fattað helminginn af gríninu. Núna er ég að import myndum meðal annars frá æfingum og baksviðs í Iðnó. Þær munu birtast á heimasíðu nemendafélags Söngskólans von bráðar. (www.songskolinn.is/nemo... held ég... allavega er linkur af söngskólasíðunni)
skrifað af Runa Vala
kl: 16:36
|
|
|